Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 12. maí 2024 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Gunnar Vatnhamar.
Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu flottan sigur í kvöld.
Víkingar unnu flottan sigur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er ég ánægður með úrslitin. Kaflar í leiknum voru mjög góðir en við þurfum líka að laga ýmislegt," sagði Gunnar Vatnhamar, varnarmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Þeir eru gott lið og þeir fengu færi sem við þurftum að verjast vel. Þeir eru gott lið og þess vegna eru þeir að berjast á toppnum."

Víkingar voru manni færri undir lokin en náðu samt sem áður að sigla sigrinum heim.

„Við gefumst ekki upp. Við erum vinningslið og það skiptir ekki máli þótt við séum manni færri, við reynum alltaf að sækja til sigurs," segir Gunnar.

Endursamdi við Víking á dögunum
Gunnar framlengdi samning sinn við Víking í síðustu viku. Nýr samningur gildir til þriggja ára, út tímabilið 2027.

Gunnar er 29 ára fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað í öftustu línu og á miðsvæðinu. Hann er færeyskur landsliðsmaður sem gekk í raðir Víkings fyrir síðasta tímabil og varð Íslands- og bikarmeistari. Fyrir frammistöðu sína í fyrra var hann valinn í úrvalslið tímabilsins.

Hann hafði leikið allan sinn feril með Víkingi í Götu í Færeyjum áður en hann kom til Íslands en honum líður gríðarlega vel á Íslandi.

„Það er frábært og ég er ánægður að vera búinn að endursemja. Núna vil ég halda áfram að halda markinu hreinu svo Víkingar sjái að þeir hafi ekki gert mistök. Ég er ánægður og ég vona að félagið sé það líka. Ég elska að vera hérna," segir Gunnar en hann talaði um það í fyrra að ein stærsta breytingin við að koma til Íslands frá Færeyjum hafi verið umferðin hérna.

„Þetta er góður staður, öðruvísi en Færeyjar. Lífið er gott hérna og núna eru allir dagar bara eðlilegir. Aksturinn er á leið í rétta átt. Núna er ég að hjálpa kærustunni minni að keyra hérna, við erum að reyna að kenna hvort öðru. Þetta er að batna en er samt enn erfitt. Það tók mig tvo eða þrjá mánuði að venjast þessu," sagði varnarmaðurinn léttur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner