Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   sun 12. maí 2024 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Gunnar Vatnhamar.
Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu flottan sigur í kvöld.
Víkingar unnu flottan sigur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er ég ánægður með úrslitin. Kaflar í leiknum voru mjög góðir en við þurfum líka að laga ýmislegt," sagði Gunnar Vatnhamar, varnarmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Þeir eru gott lið og þeir fengu færi sem við þurftum að verjast vel. Þeir eru gott lið og þess vegna eru þeir að berjast á toppnum."

Víkingar voru manni færri undir lokin en náðu samt sem áður að sigla sigrinum heim.

„Við gefumst ekki upp. Við erum vinningslið og það skiptir ekki máli þótt við séum manni færri, við reynum alltaf að sækja til sigurs," segir Gunnar.

Endursamdi við Víking á dögunum
Gunnar framlengdi samning sinn við Víking í síðustu viku. Nýr samningur gildir til þriggja ára, út tímabilið 2027.

Gunnar er 29 ára fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað í öftustu línu og á miðsvæðinu. Hann er færeyskur landsliðsmaður sem gekk í raðir Víkings fyrir síðasta tímabil og varð Íslands- og bikarmeistari. Fyrir frammistöðu sína í fyrra var hann valinn í úrvalslið tímabilsins.

Hann hafði leikið allan sinn feril með Víkingi í Götu í Færeyjum áður en hann kom til Íslands en honum líður gríðarlega vel á Íslandi.

„Það er frábært og ég er ánægður að vera búinn að endursemja. Núna vil ég halda áfram að halda markinu hreinu svo Víkingar sjái að þeir hafi ekki gert mistök. Ég er ánægður og ég vona að félagið sé það líka. Ég elska að vera hérna," segir Gunnar en hann talaði um það í fyrra að ein stærsta breytingin við að koma til Íslands frá Færeyjum hafi verið umferðin hérna.

„Þetta er góður staður, öðruvísi en Færeyjar. Lífið er gott hérna og núna eru allir dagar bara eðlilegir. Aksturinn er á leið í rétta átt. Núna er ég að hjálpa kærustunni minni að keyra hérna, við erum að reyna að kenna hvort öðru. Þetta er að batna en er samt enn erfitt. Það tók mig tvo eða þrjá mánuði að venjast þessu," sagði varnarmaðurinn léttur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner