Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 13. maí 2024 07:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 6. umferðar - Þrír í þriðja sinn
Patrick Pedersen skoraði tvö fyrir Val gegn KA.
Patrick Pedersen skoraði tvö fyrir Val gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ari Atlason.
Arnþór Ari Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikmenn í Sterkasta liði 6. umferðar í boði Steypustöðvarinnar eru valdir í þriðja sinn í sumar.

Það eru Kyle McLagan varnarmaður Fram, Johannes Vall í ÍA og Jason Daði Svanþórsson í Breiðabliki.



Fram gerði 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á föstudag og daginn eftir vann ÍA svo 3-0 sigur gegn Vestra þar sem Guðfinnur Þór Leósson skoraði þriðja markið og var valinn maður leiksins. Breiðablik vann 3-0 gegn Fylki í gær en auk Jasons er Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika í úrvalsliðinu.

Stórleikur umferðarinnar var toppslagur Víkings og FH sem meistararnir unnu 2-0. Markvörðurinn Ingvar Jónsson var valinn maður leiksins og Davíð Örn Atlason er að auki í liði umferðarinnar.

Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Vals gegn KA. Hólmar Örn Eyjólfsson var gríðarlega öflugur í vörn heimamanna.

Þá gerði HK frábæra ferð í Vesturbæ Reykjavíkur og vann 2-1 sigur gegn KR í gær. HK vann Víking í umferðinni á undan og lögðu nú KR svo Ómar Ingi Guðmundsson er aftur þjálfari umferðarinnar. Arnþór Ari Atlason var maður leiksins og skoraði annað mark HK en hann er í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð. Hinn átján ára gamli bakvörður Kristján Snær Frostason átti einnig mjög flottan leik.

Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Hrikalegir dagar fyrir Gregg Ryder
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner