Kylian Mbappe spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir PSG í kvöld en hann mun yfirgefa félagið í sumar.
Liðið tapaði 3-1 gegn Toulouse en Mbappe kom liðinu yfir strax á áttundu mínútu.
Stór hluti stuðningsmanna PSG voru ekki ánægðir með hann en það var baulað hressilega þegar hann var kynntur til leiks fyrir leikinn.
Félagið hafði ekki undirbúið neina sérstaka kveðjustund fyrir Mbappe en PSG Ultras, hörðustu stuðningsmenn liðsins voru hins vegar ánægðir með hann og heiðruðu hann.
Mbappe hefur verið í herbúðum PSG frá 2017. Hann hefur leikið 307 leiki og skorað 256 mörk.
No way are PSG fans actually booing Mbappe, he has literally been their best player, he also stayed there longer than he really had and this is how they repay him? Such a small club. pic.twitter.com/FJrEIhzVl0
— WolfRMFC (@WolfRMFC) May 12, 2024