Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   þri 11. ágúst 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Ashley reynir að koma yfirtökunni á Newcastle aftur af stað
Mike Ashley, eigandi Newcastle, er ennþá í viðræðum við fjárfesta frá Sádi-Arabíu um að kaupa félagið.

Undanfarna mánuði hefur yfirtaka verið í pípunum en enska úrvalsdeildin hefur tafið málið og ekki viljað samþykkja nýja eigendur frá Sádi-Arabíu,

Fjárfestarnir fengu nóg af biðinni í síðustu viku og sögðust vera hættir við að kaupa Newcastle.

Ashley vonast hins vegar ennþá til að láta yfirtökuna ganga í gegn að sögn Sky Sports.

Stuðningsmenn Newcastle vilja flestir að yfirtakan gangi í gegn en þeir sjá fram á pening inn í félagið með komu fjárfestana auk þess sem Mike Ashley hefur ekki verið í miklum metum.
Athugasemdir
banner