Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 11. ágúst 2022 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Enn eitt tapið hjá Fjölni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík 2 - 0 Fjölnir
1-0 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('25)
2-0 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('86)


Grindavík tók á móti Fjölni í fallbaráttu Lengjudeildar kvenna. Sú fallbarátta er nánast búin þar sem Fjölnir og Haukar sitja sem fastast á botni deildarinnar með fjögur stig.

Tinna Hrönn Einarsdóttir tók það af sér að afgreiða Fjölnisstúlkur í dag og skoraði hún bæði mörk Grindavíkur í 2-0 sigri.

Fyrra markið kom á 25. mínútu og það seinna innsiglaði sigurinn á lokakaflanum.

Grindavík er tíu stigum frá fallsvæðinu eftir sigurinn og er Fjölnir sjö stigum frá öruggu sæti. 

Viðureign HK og Hauka er í gangi þessa stundina og má finna textalýsingu á forsíðunni.


Athugasemdir
banner
banner