
Róbert Elís Hlynsson, leikmaður ÍR, er samkvæmt heimildum Fótbotla.net undir smásjá félaga í Bestu deildinni. ÍA er eitt af þeim félögum.
Róbert er einn af efnilegustu leikmönnum Lengjudeildarinnar og var hann hetja ÍR þegar liðið lagði Þrótt í leik liðanna í Lengjudeildinni fyrir helgi, skoraði þá eina mark leiksins.
Róbert var þar að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu og var leikurinn gegn Þrótti hans fjórtándi í sumar. Hann spilar oftast sem varnarsinnaður miðjumaður.
Róbert er einn af efnilegustu leikmönnum Lengjudeildarinnar og var hann hetja ÍR þegar liðið lagði Þrótt í leik liðanna í Lengjudeildinni fyrir helgi, skoraði þá eina mark leiksins.
Róbert var þar að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu og var leikurinn gegn Þrótti hans fjórtándi í sumar. Hann spilar oftast sem varnarsinnaður miðjumaður.
Hann er sautján ára og var með U17 landsliðinu fyrr á þessu ári. Hann á alls að baki þrettán leiki fyrir yngri landsliðin og hefur skorað tvö mörk í þeim leikjum.
Hans eina mark fyrir U17 kom í leik gegn Finnlandi og hans núverandi liðsfélagi, Gils Gíslason, skoraði hitt markið í 1-2 sigri í vináttuleik í febrúar.
Hann er ekki með skráðan samning við ÍR sem vekur athygli. ÍR hefur komið rækilega á óvart í Lengjudeildinni og er í umspilssæti þegar skammt er eftir af mótinu.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir