Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
banner
   fös 09. ágúst 2024 23:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sautján ára hetja ÍR: Hann og pabbi hafa kennt mér mest
Lengjudeildin
Róbert Elís Hlynsson.
Róbert Elís Hlynsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hinn 17 ára gamli Róbert Elís Hlynsson var hetja ÍR þegar liðið lagði Þrótt að velli í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleiknum, sitt fyrsta keppnismark fyrir ÍR í meistaraflokki.

„Þetta er geðveikt tilfinning. Ég er að skora mitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk og það er geggjað," sagði Róbert Elís við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Þróttur R.

Markið var svolítið sérstakt. Ekki var það bara fyrsta markið sem Róbert Elís skorar í keppnisleik með ÍR, bróðir hans - Óliver Elís - lagði það líka upp með löngu innkasti.

„Það er mjög gaman að við náum að tengja svona," segir Róbert.

„Óliver tekur innkast. Allir halda að Marc sé að fara að skalla hann en ég lauma mér bara fyrir aftan og pota honum inn með hausnum. Ég er ekki búinn að vera að nýta færin en þarna kom fyrsta markið."

Hann segir það gaman að spila með bróður sínum. „Það er bara langbest. Við náum að tengja betur en aðrir. Hann hefur kennt mér mikið, hann og pabbi hafa kennt mér mest."

Róbert hefur fengið stórt hlutverk í liði ÍR í sumar, er afar efnilegur leikmaður.

„Þetta er fullt af flottum strákum. Það er gaman að spila með þeim og mæta á æfingar með þeim alla daga. Markmiðið var að halda sér í deildinni og svo var næsta markmið að komast í úrslitakeppnina. Mér finnst skrítið að við séum að koma á óvart, ég var að búast við þessu," sagði þessi efnilegi leikmaður og bætti við:

„Ég gæti ekki óskað mér betra lið til að spila með. Þetta er bara best í heimi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner