Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   fös 09. ágúst 2024 23:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sautján ára hetja ÍR: Hann og pabbi hafa kennt mér mest
Lengjudeildin
Róbert Elís Hlynsson.
Róbert Elís Hlynsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hinn 17 ára gamli Róbert Elís Hlynsson var hetja ÍR þegar liðið lagði Þrótt að velli í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleiknum, sitt fyrsta keppnismark fyrir ÍR í meistaraflokki.

„Þetta er geðveikt tilfinning. Ég er að skora mitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk og það er geggjað," sagði Róbert Elís við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Þróttur R.

Markið var svolítið sérstakt. Ekki var það bara fyrsta markið sem Róbert Elís skorar í keppnisleik með ÍR, bróðir hans - Óliver Elís - lagði það líka upp með löngu innkasti.

„Það er mjög gaman að við náum að tengja svona," segir Róbert.

„Óliver tekur innkast. Allir halda að Marc sé að fara að skalla hann en ég lauma mér bara fyrir aftan og pota honum inn með hausnum. Ég er ekki búinn að vera að nýta færin en þarna kom fyrsta markið."

Hann segir það gaman að spila með bróður sínum. „Það er bara langbest. Við náum að tengja betur en aðrir. Hann hefur kennt mér mikið, hann og pabbi hafa kennt mér mest."

Róbert hefur fengið stórt hlutverk í liði ÍR í sumar, er afar efnilegur leikmaður.

„Þetta er fullt af flottum strákum. Það er gaman að spila með þeim og mæta á æfingar með þeim alla daga. Markmiðið var að halda sér í deildinni og svo var næsta markmið að komast í úrslitakeppnina. Mér finnst skrítið að við séum að koma á óvart, ég var að búast við þessu," sagði þessi efnilegi leikmaður og bætti við:

„Ég gæti ekki óskað mér betra lið til að spila með. Þetta er bara best í heimi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner