Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fös 09. ágúst 2024 23:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sautján ára hetja ÍR: Hann og pabbi hafa kennt mér mest
Lengjudeildin
Róbert Elís Hlynsson.
Róbert Elís Hlynsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hinn 17 ára gamli Róbert Elís Hlynsson var hetja ÍR þegar liðið lagði Þrótt að velli í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleiknum, sitt fyrsta keppnismark fyrir ÍR í meistaraflokki.

„Þetta er geðveikt tilfinning. Ég er að skora mitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk og það er geggjað," sagði Róbert Elís við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Þróttur R.

Markið var svolítið sérstakt. Ekki var það bara fyrsta markið sem Róbert Elís skorar í keppnisleik með ÍR, bróðir hans - Óliver Elís - lagði það líka upp með löngu innkasti.

„Það er mjög gaman að við náum að tengja svona," segir Róbert.

„Óliver tekur innkast. Allir halda að Marc sé að fara að skalla hann en ég lauma mér bara fyrir aftan og pota honum inn með hausnum. Ég er ekki búinn að vera að nýta færin en þarna kom fyrsta markið."

Hann segir það gaman að spila með bróður sínum. „Það er bara langbest. Við náum að tengja betur en aðrir. Hann hefur kennt mér mikið, hann og pabbi hafa kennt mér mest."

Róbert hefur fengið stórt hlutverk í liði ÍR í sumar, er afar efnilegur leikmaður.

„Þetta er fullt af flottum strákum. Það er gaman að spila með þeim og mæta á æfingar með þeim alla daga. Markmiðið var að halda sér í deildinni og svo var næsta markmið að komast í úrslitakeppnina. Mér finnst skrítið að við séum að koma á óvart, ég var að búast við þessu," sagði þessi efnilegi leikmaður og bætti við:

„Ég gæti ekki óskað mér betra lið til að spila með. Þetta er bara best í heimi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner