Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 19:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vestri í leit að framherja - Davíð hrósar Túfa í hástert
Túfa var funheitur á undirbúningstímabilinu og hefur verið í stóru hlutverki hjá Vestra í sumar.
Túfa var funheitur á undirbúningstímabilinu og hefur verið í stóru hlutverki hjá Vestra í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist vonandi í að Arnór Borg komist aftur á völlinn.
Það styttist vonandi í að Arnór Borg komist aftur á völlinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir sigurinn gegn Fram í gær sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, að honum þætti það líklegra en ekki að Vestri myndi fá inn leikmann fyrir gluggalok, en glugginn lokar á miðvikudagskvöld.

Rætt var við Davíð í dag og hann spurður hvernig hann vonaðist til að styrkja hópinn.

„Við höfum spilað með Túfa uppi á topp, erum ekki með hreinræktaðan senter fyrir utan hann. Við erum að horfa í að styrkja þá stöðu. Við erum með leikmenn eins og Duah, Silas og Ágúst Hlyns geta leyst þessa stöðu. Svo er Arnór Borg Guðjohnsen framherji. Það yrði engin uppgjöf í mér ef við náum ekki inn leikmanni, ég er ánægður með hópinn eins og er og væri ennþá ánægðari ef Arnór Borg væri orðinn 100% heill og kominn af stað," segir Davíð Smári.

„Túfa er einn allra besti framherji deildarinnar án bolta, hann er ofboðslega duglegur og vinnusamur fyrir liðið; hleypur mjög mikið og er ofboðslega öflugur í pressunni. Hann er 34 ára og fær varla að anda, það þarf aðeins að hugsa um hann. Hann er algjör lykilmaður í liði Vestra og þó að hann hafi ekki skorað eins mikið af mörkum og við hefðum viljað, þá býr hann til pláss fyrir aðra."

Túfa, Vladimir Tufegdzic, skoraði einmitt fyrsta mark Vestra í sigrinum í gær. Það var hans annað mark í Bestu deildinni í sumar.

Ertu með nafn á blaði eða kominn áleiðis með einhvern?

„Við erum búnir að vera með nöfn á blaði í langan tíma. Við erum að leita að rétta prófílnum, fá leikmenn sem vilja koma hingað. Við erum ekki að leitast eftir leikmönnum sem eru að sækja einhvern aur. Við viljum fá leikmenn sem hafa virkilegan áhuga á því að spila fyrir Vestra og passa inn í formið okkar," segir Davíð.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    FH 18 6 4 8 31 - 27 +4 22
8.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
9.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
10.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
11.    Afturelding 18 5 5 8 21 - 27 -6 20
12.    ÍA 18 5 1 12 20 - 39 -19 16
Athugasemdir
banner
banner