Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mið 11. september 2019 14:26
Elvar Geir Magnússon
Davíð Viðars: Tímabil FH verður dæmt af þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, er að sjálfsögðu mjög spenntur fyrir komandi bikarúrslitaleik en Hafnarfjarðarliðið mætir Víkingi á Laugardalsvelli á laugardag.

Davíð segir engan feluleik á bak við það að tímabil FH verði dæmt af þessum leik.

„Þetta er mjög mikilvægur leikur. Við eigum engan séns á að vinna Íslandsmótið og það má segja að þessi leikur muni skilgreina tímabilið hjá okkur. Það þýðir ekkert að fela það," segir Davíð.

„Frá því að velgengnin byrjaði hjá FH þá höfum við farið þrisvar í úrslitaleikinn og unnið tvisvar. Þetta hefur ekki alveg verið okkar keppni miðað við velgengnina en það er ótrúlega gaman að komast í þennan leik. Við þurfum að sjá til þess að við njótum þess meira en þegar við komumst hingað 2017 og vorum bara lélegir."

Davíð er þar að tala um úrslitaleik gegn ÍBV þar sem FH-ingar náðu sér engan veginn á strik og Eyjamenn sigldu heim með bikarinn.

Davíð hrósar Víkingum og því sem Arnar Gunnlaugsson hefur gert með liðið.

„Þetta er virkilega vel spilandi lið og gaman að sjá hvað Arnar er búinn að gera þarna. Hann hefur fengið bæði efnilega og mjög góða leikmenn. Ég lít á Víking sem eitt besta lið deildarinnar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu Víkingsliði en erum óhræddir við að segja það að við ætlum að vinna þennan leik," segir Davíð en hægt er að sjá viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Hvernig fer Úkraína - Ísland?
Athugasemdir
banner