Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mið 11. september 2019 14:04
Magnús Már Einarsson
Kári í myndatöku í dag - Arnar óttast það versta
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kári Árnason, varnarmaður Víkings, mun fara í myndatöku í dag klukkan 16:00 til að skera úr um hversu alvarleg meiðsli hans eru. Kári meiddist aftan í læri undir lokin í 4-2 tapi Íslands gegn Albaníu í gær.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast eftir því besta en segir ólíklegt að Kári verði með í bikarúrslitaleiknum gegn FH á laugardaginn.

„Hann fer í myndatöku klukkan fjögur í dag en miðað við eigin reynslu og hvernig þetta leit út þá eru þetta 2-3 vikur. Við vonumst eftir því besta en óttumst það versta," sagði Arnar við Fótbolta.net í dag.

„Samkvæmt minni doktorsgráðu í meiðslum lítur þetta ekki vel út. Þá er þetta tækifæri fyrir aðra. Við munum klárlega mæta með ellefu leikmenn á laugardaginn. Það eru yngri leikmenn sem hafa stigið stórt skref í sumar þegar þeir hafa fengið ákveðnar mínútur og þeir verða tilbúnir, trúðu mér."

Kári er uppalinn Víkingur og kom aftur til félagsins í sumar eftir langan feril í atvinnumennsku erlendis.

„Ég er hrikalega leiður fyrir hans hönd ef hann nær ekki leiknum. Hann er Víkingur út í gegn og það er versta mál ef hann nær ekki leiknum," sagði Arnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Arnar.
Er það góð lausn hjá Man Utd að ráða Carrick út tímabilið?
Athugasemdir
banner