Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 11. september 2019 14:04
Magnús Már Einarsson
Kári í myndatöku í dag - Arnar óttast það versta
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kári Árnason, varnarmaður Víkings, mun fara í myndatöku í dag klukkan 16:00 til að skera úr um hversu alvarleg meiðsli hans eru. Kári meiddist aftan í læri undir lokin í 4-2 tapi Íslands gegn Albaníu í gær.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast eftir því besta en segir ólíklegt að Kári verði með í bikarúrslitaleiknum gegn FH á laugardaginn.

„Hann fer í myndatöku klukkan fjögur í dag en miðað við eigin reynslu og hvernig þetta leit út þá eru þetta 2-3 vikur. Við vonumst eftir því besta en óttumst það versta," sagði Arnar við Fótbolta.net í dag.

„Samkvæmt minni doktorsgráðu í meiðslum lítur þetta ekki vel út. Þá er þetta tækifæri fyrir aðra. Við munum klárlega mæta með ellefu leikmenn á laugardaginn. Það eru yngri leikmenn sem hafa stigið stórt skref í sumar þegar þeir hafa fengið ákveðnar mínútur og þeir verða tilbúnir, trúðu mér."

Kári er uppalinn Víkingur og kom aftur til félagsins í sumar eftir langan feril í atvinnumennsku erlendis.

„Ég er hrikalega leiður fyrir hans hönd ef hann nær ekki leiknum. Hann er Víkingur út í gegn og það er versta mál ef hann nær ekki leiknum," sagði Arnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Arnar.
Hvort liðið mun að lokum enda ofar?
Athugasemdir