fös 11. september 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Sóli Hólm spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Sóli Hólm og Baldur Kristjánsson.
Sóli Hólm og Baldur Kristjánsson.
Mynd: Úr einkasafni
Chelsea byrjar á öruggum sigri samkvæmt spá Sóla.
Chelsea byrjar á öruggum sigri samkvæmt spá Sóla.
Mynd: Getty Images
Nýtt tímabil hefst í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Sóli Hólm, formaður Liverpool samfélagsins, spáir í leikina í fyrstu umferðinni.

„Ég vil óska samfélagsþegnum velfarnaðar á komandi tímabili. Vonandi get ég verið til staðar til að stappa í menn stálinu þegar á reynir og ýta undir gleðina þegar vel gengur," sagði Sóli.

„Ég ætla líka að gefa það út að ef að Liverpool landar ekki Englandsmeistaratitlinum í vor munum við Baldur varaformaður stíga til hliðar. Við viljum skila titli á hverju ári og ef það gengur ekki þurfum við að axla ábyrgð."


Fulham 1 - 3 Arsenal (11:30 á morgun)
Arsenal menn mega vera bjartsýnir með Arteta í brúnni. Þeir ættu að trust the process.

Crystal Palace 2 - 2 Southampton (14:00 á morgun)
Danny Ings er alltaf að fara að skora 1-2 mörk.

Liverpool 4 - 1 Leeds (16:30 á morgun)
Við bjóðum Bielsa og félaga velkomna enn því miður fá þeir ekki mikið blíðari móttökur en Norwich á síðasta ári.

West Ham 0 - 2 Newcastle (19:00 á morgun)
Það er engin ánægður sem helldur með Newcastle en samt gengur þetta þokkalega miðað við mannskap og annað.

WBA 1 - 2 Leicester (13:00 á sunnudag)
Brendan Rodgers er að pússla þessu saman. Annað hvort mun þeim ganga vel eða ömurlega. Það er ekkert þar á milli.

Tottenham 2 - 1 Everton (15:30 á sunnudag)
Nýju mennirnir hjá Everton þurfa meiri tíma saman. Það er ekki algengt að stór nöfn komi til Everton og séu geggjaðir.

Sheffield United 2 - 1 Wolves (17:00 á mánudag)
Þetta gæti orðið hörkuleikur. Ég held að Sheffield taki þetta.

Brighton 0 - 3 Chelsea (19:15 á mánudag)
Þessi kaup hjá Chelsea í sumar eru rugluð. Það hlýtur að skila einhverju. Annars er Frank ekki að standa sig.

Championship deildin

Waford 2 - 0 Middlesbrough (18:45 í kvöld)
Troy Deeney hangir fram yfir helgi í Watford. Hann setur mörkin.

Derby 1 - 1 Reading (14:00 á morgun)
Þetta gæti endað með jafntefli. Ég hef lítið um þetta að segja. Ég veit ekkert um þetta. Þetta er bara leiðinlegt.
Athugasemdir
banner
banner