Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   lau 11. september 2021 17:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dean Martin: Að ná í þrjú stig er geggjað
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ljótur leikur að okkar hálfu en við tökum sigrinum og við komum hingað til að vinna fótboltaleik og við gerðum nóg til þess," sagði Dean Martin þjálfari Selfoss eftir 1-2 sigur á Þór á Akureyri.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Selfoss

„Við skorum tvö mörk en gáfum þeim ódýra aukaspyrnu rétt fyrir hálfleik og þeir skora. Við náðum ekki að tengja sendingar saman í seinni hálfleik en við vorum vel skipulagðir og náðum að klára þetta."

Selfyssingar gerðu taktíska breytingu eftir hálftíma leik.

„Þetta var ekki að ganga upp hjá okkur svo við ákváðum að breyta aðeins. Það er ekki gefins að menn sem byrja leikinn klári hann, stundum verður maður að breyta til, við ákváðum að gera það strax í staðin fyrir að bíða og fá mark á okkur."

Atli Rafn Guðbjartsson þurfti að fara af velli vegna höfuðmeiðsla, engar áhættur teknar þar.

„Eins og staðan er í dag tekur maður ekki áhættur með höfuðmeiðsli, Þórsarar misstu mann af velli með höfuðmeiðsli líka, þetta er hættulegt maður veit ekki hvernig þeir verða eftir nokkra klukkutíma."

Dean var gríðarlega ánægður með að næla í þrjú stig á erfiðum velli eftir langt ferðalag.

„Alltaf erfitt að koma hingað og að ná í þrjú stig er bara geggjað. Ég mun taka þessu alla daga, mér er alveg sama hversu ljótur leikurinn var, 3 stig eru 3 stig, stundum þartu að spila ljótt til að vinna og þetta er sætur sigur."

„Að keyra sex klukkutíma og gista. Þetta er nýtt fyrir suma leikmenn. Það er erfitt að spila á þessum velli, hann er laus í sér og ósléttur, ekki auðvelt en nóg að klára þetta."

Það er einn leikur eftir á tímabilinu en þegar Dean lítur yfir tímabilið er hann mjög ánægður með það.

„Við höfum lært mikið, leikmennirnir og ég sjálfur búinn að gera fullt af mistökum og læra af þeim. 2. deild er öðruvísi en 1. deild, það er ekkert gefins í fótbolta, sama í hvaða deild þú spilar þú verður að vinna fyrir stigunum. Við erum búnir að læra helling af þessu tímabili."
Athugasemdir
banner