Alferð Finnbogason var hetja Íslands þegar landsliðið lagði Bosníu í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 0 Bosnía og Hersegóvína
„Frábært. Loksins að ná að vinna og halda hreinu, það er bara geggjað." Sagði Jón Dagur Þorsteinsson leikmaður Íslands eftir leikinn í kvöld.
Jón Dagur byrjaði á varamannabekk Íslands í kvöld en kom inn með miklum krafti í síðari hálfleik en hann var einn þeirra sem misstu sæti sitt í byrjunarliðinu fyrir leikinn í dag.
„Auðvitað er maður alltaf svekktur en það er bara hluti af þessu, við erum með góðan hóp og ég tók bara því verkefni sem að ég fékk og bara geggjað að ná í sigur."
Jón Dagur fékk færi til að koma Íslandi yfir seint í leiknum þegar hann klikkaði á dauðafæri en flaggið fór á loft en hann bætti upp fyrir það með því að leggja upp sigurmarkið á Alfreð.
„Auðvitað var bara geggjað að sjá Alfreð klára þetta en auðvitað átti ég að drulla mér til að skora þarna en svona er þetta stundum."
Nánar er rætt við Jón Dag Þorsteinsson í spilaranum hér fyrir ofan.























