Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 11. október 2021 13:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikill áhugi á Orra Hrafni - „Kemur bara allt í ljós"
Ömurlegt að falla með uppeldisfélaginu og leiðinlegt hvernig þetta þurfti að enda
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður U21 árs landsliðsins og Fylkis, ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í dag.

„Mér líst gríðarlega vel á þetta verkefni, hópurinn er vel stemmdur og tilbúinn í þetta verkefni. Vikan hefur verið eins og alltaf, skoðum andstæðinginn, sjá hvar okkar möguleikar eru, og fínpússum það sem betur mátti fara í síðasta verkefni. Ég myndi segja að við eigum alltaf góðan möguleika á sigri, við erum með góðan hóp og förum inn í alla leiki til að fá öll stigin, sagði Orri.

Fylkir féll úr Pepsi Max-deildinni í sumar. Er þetta verkefni fín tilbreyting eftir erfitt tímabil með Fylki?

„Já, það er auðvitað gott að komast inn í nýjan hóp með góðum strákum, létta aðeins upp á stemninguna."

Var tímabilið í heild persónulega vonbrigði fyrir þig? „Að sjálfsögðu, það er ömurlegt að falla með uppeldisfélaginu og leiðinlegt hvernig þetta þurfti að enda. Ég tel að við höfum verið með nógu gott lið til að halda okkur uppi."

Orri hefur verið orðaður við nokkur félög í efstu deild. Ert þú að fara spila með Fylki í næstefstu deild næsta sumar? „Það kemur bara allt í ljós, ég er bara að einbeita mér að því sem ég er að gera núna."

„Nei það er ekki forgangsatriði hjá mér,"
sagði Orri aðspurður hvort hann vildi frekar spila í efstu deild ef það tækifæri býðst.
Athugasemdir
banner
banner