Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. október 2021 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hallbera skiljanlega pirruð á víti sem var dæmt á hana
Hallbera Guðný Gísladóttir.
Hallbera Guðný Gísladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir fékk dæmda á sig vítaspyrnu í gær þegar lið hennar, AIK, tapaði fyrir erkifjendum sínum í Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni.

Emma Jansson skoraði úr vítaspyrnunni og gekk algjörlega frá leiknum, 4-1.

Alice Carlsson féll í teignum. Hún sagði að Hallbera hefði ýtt í bakið á sér. „Mér fannst þetta frekar augljóst," sagði Carlsson um vítaspyrnudóminn.

Hallbera var alls ekki sammála. „Ég bara skil ekki hvernig dómarinn metur þetta sem vítaspyrnu. Það er snerting, en það væru 100 vítaspyrnur í leik ef þetta er vítaspyrna," sagði Hallbera að því er kemur fram á Aftonbladet.

„Ég er vonsvikin. Við vorum enn inn í leiknum í stöðunni 3-1. Leikurinn deyr við þetta."

Þetta var sögulegur leikur. Það mættu meira en 18,500 manns á leikinn sem er nýtt met á kvennaleik í Svíþjóð. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði í leiknum fyrir Hammarby.

Hér að neðan má sjá myndband af vítaspyrnudómnum. Það er vel hægt að skilja pirring Hallberu.


Athugasemdir
banner