Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 11. nóvember 2019 12:13
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig sagður á leið í FH
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Baldur Sigurðsson, fyrrum fyrirliði Stjörnunnar, er á leið til FH en frá þessu var greint í Dr. Football í dag.

„Þeir ætla að spila honum sem hafsent. Baldur tók 1-2 leiki sem hafsent í sumar," sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í Dr. Football.

Baldur yfirgaf herbúðir Stjörnunnar á dögunum eftir fjögur ár í Garðabænum.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sá Baldur fyrir sér í minna hlutverki innan vallar en vildi fá hann með sér sem aðstoðarþjálfara. Baldur vildi ekki taka því starfi en hann vill spila áfram.

Hinn 34 ára gamli Baldur kom til Stjörnunnar frá SönderjyskE í Danmörku fyrir sumarið 2016.

Á árunum 2009 til 2015 lék Baldur með KR en þar áður var hann hjá Bryne í Noregi. Þá hefur Baldur einnig leikið með Keflavík og Völsungi á ferli sínum.

Sjá einnig:
Rúnar vildi fá Baldur Sig sem aðstoðarþjálfara
Athugasemdir
banner
banner