Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 11. nóvember 2019 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yfirmaður VAR: Bjuggumst við að vera á þessum stað á þessum tímapunkti
Neil Swarbrick í VAR herberginu.
Neil Swarbrick í VAR herberginu.
Mynd: Getty Images
Neil Swarbrick, yfirmaður alls þess sem kemur að VAR í ensku úrvalsdeildinni, er sáttur með hvernig VAR hefur komið inn í deildina.

Swarbrick segir að allir hafi vitað að það tæki tíma til að venjast nýju tækninni. Hann segir marga hafa búist við því að allar ákvarðanir yrðu 100% réttar en það hafi aldrei verið raunhæft.

VAR er sagt einungis eiga að leiðrétta augljós mistök dómara og Swarbrick er sáttur með virkni þess til þessa.

„Ég gef VAR 7 af 10 mögulegum fyrir fyrstu mánuðina," sagði Swarbrick í innslagi á BBC.

Swarbrick segir pláss til bætinga og að unnið sé að því, í samstarfi við dómarana, að nýta VAR á sem bestan hátt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner