Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. nóvember 2020 09:15
Magnús Már Einarsson
Grealish til Man Utd í stað Pogba?
Powerade
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Dominik Szoboszlai er orðaður við Arsenal.
Dominik Szoboszlai er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir þó að það sé landsleikjahlé. Hér er slúðurpakki dagsins.



PSG er að íhuga að fá Cristiano Ronaldo (35) í sínar raðir næsta sumar ef ítalska félagið ákveður að selja. (Mail)

PSG er einnig í viðræðum við Neymar (28) sem vill gera nýjan fimm ára samning. (ESPN)

Arsenal er eitt af þeim félögum sem er í viðræðum við Brenner (20) framherja Sao Paulo. (Calciomercato)

Jamie Carragher segir að Manchester United eigi að selja Paul Pogba. (Talksport)

Manchester United gæti reynt að fá Jack Grealish (25) frá Aston Villa ef Pogba verður seldur. (Manchester Evening News)

Barcelona verður að selja leikmenn í janúar ef félagið ætlar að kaupa Memphis Depay (26) frá Lyon. (Marca)

Arsenal var nálægt því að kaupa miðjumanninn Jude Bellingham (17) frá Birmingham í fyrra. Bellingham samdi við Borussia Dortmund í sumar en hann var í vikunni valinn í enska landsliðið í fyrsta skipti. (Sky Sports)

Arsenal hefur hafið viðræður við Red Bull Salzburg um kaup á ungverska miðjumanninum Dominik Szoboszlai (20). Arsenal gæti boðið 22 milljónir punda Szoboszlai en hann verður í eldlínunni gegn Íslandi annað kvöld. (Football London)

Leicester hefur hafið viðræður um nýjan samning við varnarmanninn Jonny Evans (32) en hann verður samningslaus næsta sumar. (Athletic)

Donny van de Beek (23) vill spila með Manchester United en gæti átt erfitt með að komast í byrjunarliðið að sögn Frank de Boer þjálfara hollenska landsliðsins. (Sun)

Danny Drinkwater (30) er búinn að búa til myndaband með helstu tilþrifum sínum á ferlinum í von um að eitthvað félagi vilji semja við sig. Drinkwater er í kuldanum hjá Chelsea og æfir einn þessa dagana. (Mail)

Nicolas Pepe (25) er ósáttur við spiltíma sinn hjá Arsenal. (Mirror)

Mario Mandzukic (34) er á leið til Celta Vigo á Spáni en hann er félagslaus í augnablikinu. (Mundo Deportivo)

Spænska félagið Athletic Bilbao er að íhuga að ráða Mauricio Pochettino (48) sem stjóra en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United. (Marca)

Jack Wilshere (28) segist aldrei geta gengið í raðir Tottenham eftir að hafa verið svona lengi hjá nágrönnunum Arsenal. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner