Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 11. nóvember 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjóða Skriniar langtímasamning og fyrirliðabandið
Mynd: EPA

Giuseppe Marotta forstjóri Inter Milan er bjartsýnn á að ná samkomulagi við Milan Skriniar varnarmann liðsins um nýjan langtíma samning við félagið.


Skriniar gekk til liðs við Inter árið 2017 en þessi 27 ára gamli slóvakíski miðvörður hefur leikið 235 leiki fyrir félagið og skorað 11 mörk. Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar.

„Ég er mjög bjartsýnn á að ná samkomulagi við Skriniar á næstu vikum um nýjan langtímasamning. Við verðum í sambandi við umboðsmenn hans og vonumst til að klára þetta á næstu vikum," sagði Marotta.

Fabrizio Romano greinir frá því að Marotta ætli að bjóða leikmanninum að taka við fyrirliðabandinu sem Samir Handanovic markvörður liðsins er með þessa stundina.


Athugasemdir
banner
banner