Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mán 11. nóvember 2024 18:45
Ívan Guðjón Baldursson
Vonast til að fá Rodrygo aftur fyrir jól
Brasilíski sóknarleikmaðurinn Rodrygo Goes meiddist lítilvæglega í 5-2 sigri gegn Borussia Dortmund í lok október og missti af vandræðalegu 0-4 tapi á heimavelli gegn Barcelona skömmu síðar.

Hann kom inn af bekknum í öðrum tapleiknum í röð á heimavelli, í þetta sinn gegn AC Milan, og byrjaði svo í sigurleik gegn Osasuna núna um helgina en entist aðeins í 20 mínútur áður en hann þurfti að fara meiddur af velli.

Meiðslin virtust vera lítilvægleg vöðvameiðsli í fyrstu en nú er komið í ljós að Rodrygo verður frá næstu fimm til sex vikurnar og vonast Madrídingar til að fá leikmanninn aftur fyrir jól.

Eder Militao meiddist einnig í leiknum ásamt Lucas Vazquez. Militao sleit krossband og er frá út tímabilið á meðan Vazquez er að glíma við vöðvameiðsli og missir af næstu þremur til fjórum vikum.

Real Madrid er í öðru sæti spænsku deildarinnar sem stendur, sex stigum á eftir toppliði Barcelona og með einn leijk til góða.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Villarreal 17 12 2 3 34 16 +18 38
4 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 18 5 7 6 24 23 +1 22
10 Getafe 18 6 3 9 14 23 -9 21
11 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
12 Osasuna 18 5 4 9 18 21 -3 19
13 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
14 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 18 3 7 8 17 30 -13 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner