Eiður Aron Sigurbjörnsson gekk til liðs við Njarðvík í dag og Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára Lamude um komu varnarmannsins.
Eiður og Davíð unnu saman hjá Vestra og hafa því sameinast á ný.
Eiður og Davíð unnu saman hjá Vestra og hafa því sameinast á ný.
„Ég skal viðurkenna það að ég þurfti ekkert að selja honum þetta verkefni. Hann hringdi í mig og spurði hvort ég væri að leita að hafsent og hvort við ættum að taka aðra lotu," sagði Davíð Smári.
„Ég var klár og hann virtist vera spenntur fyrir verkefninu og gaf það til kynna að hann vildi vinna með mér áfram. Það er hrós fyrir mig og félagið að hann vilji taka þátt í þessu verkefni sem er framundan hjá okkur."
Njarðvík stefnir á að vinna Lengjudeildina næsta sumar eftir að hafa verið hársbreidd frá því að komast upp í Bestu deildina síðasta sumar.
„Það sem félagið hefur verið að gera undanfarið sýnir að það ætlar sér að gera eitthvað. Ég hef yfirleitt verið hjá þannig félögum og það hefur smitað út frá sér. Ég trúi ekki öðru en að það séu fleiri góðir leikmenn sem hafa áhuga á því að koma til Njarðvíkur og ég vona að það verði þannig áfram. Það eru líka góðir leikmenn í Njarðvík, þeir áttu frábært tímabil í fyrra."
Athugasemdir






















