Atalanta hefur ráðið Ítalann Raffaele Palladino sem nýjan stjóra félagsins. Króatinn Ivan Juric var í gærkvöld rekinn frá félaginu eftir einungis fimm mánuði í starfi.
Atalanta situr í 13. sæti í deildinni en síðasti sigurleikur liðsins í deild kom í lok septembermánaðar. Það sem af er tímabils hefur liðið unnið tvo leiki, tapað tveimur og gert sjö jafntefli.
Palladino stýrði síðast Fiorentina en þar á undan var hann þjálfari Monza. Palladino var við stjórnvölinn hjá Fiorentina þegar félagið sótti íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson.
Ítalinn sagði sjálfur upp störfum hjá Fiorentina eftir síðasta tímabil en hann var ekki í náðinni á meðal stuðningsmanna Fiorentina. Félagið reyndi þó að halda honum áfram, án árangurs.
Raffaele Palladino è il nuovo allenatore dell'Atalanta ??????
— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) November 11, 2025
???????? https://t.co/CfXkf7bz61@NBFootball | #GoAtalantaGo ?????? pic.twitter.com/DZ20nSYfsU



