Spænska ungstirnið Lamine Yamal var sendur heim úr landsliðsverkefni Spánar eftir að hafa gengist undir aðgerð, án vitundar sambandsins, á sama degi og landsliðið hóf æfingar fyrir komandi leiki í undankeppni HM.
Í tilkynningu spænska knattspyrnusambandsins kemur fram að læknateymi landsliðsins hafi ekki fengið upplýsingar um málið fyrr en um daginn sem hópurinn kom saman og var leikmanninum þá ráðlagt að hvíla í rúma viku.
Yamal hefur glímt við þrálát nárameiðsli í haust, en fyrir verkefnið var hann nýfarinn að ná sér aftur á strik eftir mikla fjarveru.
Luis de la Fuente, Þjálfari Spánar, sagði á blaðamannafundi að hann hafi aldrei áður upplifað álíka atvik á þjálfaraferli sínum: „Ég hef aldrei áður lent í svona aðstæðum. Mér finnst það ekki vera mjög eðlilegt. Við vissum ekkert, höfðum ekkert heyrt og fengum engar upplýsingar. Svo er okkur sagt frá heilsufarsvandamáli. Maður verður hreinlega sjokkeraður.“
Jorge de Frutos, leikmaður Rayo Vallecano, var kallaður inn í hópinn í stað Yamal.


