Ingi Rafn Ingibergsson hefur verið ráðinn til KSÍ sem starfsmaður dómaramála á skrifstofu sambandsins.
Ingi Rafn, sem er 41 árs, lék á sínum ferli 461 KSÍ leik og skoraði 115 mörk. Hann lék með Selfossi, Frey, ÍBV, Ægi, Árborg og Stokkseyri.
Hann hefur starfað hjá fótboltadeild Selfoss sem verkefna- og dómarastjóri frá 2016 ásamt því að sinna þjálfun hjá félaginu frá árinu 2010. Hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2023 - 2025.
Ingi Rafn, sem er 41 árs, lék á sínum ferli 461 KSÍ leik og skoraði 115 mörk. Hann lék með Selfossi, Frey, ÍBV, Ægi, Árborg og Stokkseyri.
Hann hefur starfað hjá fótboltadeild Selfoss sem verkefna- og dómarastjóri frá 2016 ásamt því að sinna þjálfun hjá félaginu frá árinu 2010. Hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2023 - 2025.
Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, lætur af störfum um komandi áramót. Þóroddur Hjaltalín mun taka við stöðu dómarastjóra og er Ingi Rafn nú ráðinn inn í fyrri stöðu Þórodds. Ingi Rafn mun hefja störf 1. desember.
Athugasemdir



