Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   þri 11. nóvember 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arna Sif á leið heim? - „Væri náttúrulega alveg geggjað"
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir sneri aftur á völlinn seinni hluta tímabilsins eftir barnsburð og krossbandsslit. Samningur hennar við Val er að renna út og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hún á leið í uppeldisfélagið, Þór/KA.

Arna Sif er gríðarlega reynslumikill leikmaður, fædd árið 1992. Hún á að baki 386 KSÍ leiki og nítján A-landsleiki. Hún var tímabilið 2023 besti leikmaður Bestu deildarinnar þegar Valur varð síðast Íslandsmeistari. Þrátt fyrir að vera miðvörður hefur Arna skorað 72 mörk á sínum félagsliðaferli á Íslandi og eitt fyrir A-landsliðið. Hún lék í Svíþjóð tímabilið 2015, á Ítalíu 2017 og 2021 í Skotlandi.

Fótbolti.net ræddi við Aðalstein Jóhann Friðriksson, nýjan þjálfara Þórs/KA, og var hann spurður út í Örnu Sif.

„Það væri náttúrulega alveg geggjað ef Arna Sif kæmi í Þór/KA. Það verða einhverjar breytingar á einhverju hjá okkur, en við skulum bara aðeins leyfa tímanum að leiða það í ljós," sagði Alli Jói.
Athugasemdir