Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 11. desember 2019 22:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fletcher: Eriksen vill augljóslega ekki vera áfram hjá Spurs
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen fékk tækifæri í byrjunarliði Tottenham þegar liðið mætti Bayern í Munchen í Meistaradeildinni í kvöld.

Eriksen heillaði ekki og Darren Fletcher, sérfræðingu hjá BBC Radio 5 Live og fyrrum leikmaður Manchester United, sér Danann ekki eiga framtíð hjá félaginu. Eriksen kom til Tottenham árið 2013 og hefur verið lykilmaður í sex ár hjá félaginu.

Í sumar vildi hann komast burt en áhuginn var ekki nægur frá öðrum liðum og mun hann líklega fara í janúar eða næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Á þessari leiktíð hefur hann ekki verið skugginn af sjálfum sér.

Darren Fletcher var frekar þungorður í garð Eriksen eftir leik.

„Tottenham leit ekki of vel út í kvöld," sagði Fletcher eftir leikinn.

„Ryan Sessegnon skoraði markið og virkaði líflegur en hann varð þreyttur. Christian Eriksen hefur misst ást sína á félaginu og hann vill augljóslega ekki vera þar lengur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner