sun 12. janúar 2020 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Aguero um metið: Ég er svo ótrúlega ánægður með þetta
Sergio Aguero skorar eitt af mörkum sínum í kvöld
Sergio Aguero skorar eitt af mörkum sínum í kvöld
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Argentínski framherjinn Sergio Aguero bætti heldur eftirsóknarvert met í kvöld er hann gerði þrennu í 6-1 sigri á Aston Villa en Aguero er nú markahæsti útlendingurinn í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi.

Aguero er 31 árs gamall en hann kom til City frá Atlético Madrid árið 2011.

Hann hefur skorað afar reglulega síðan þá og fyrir leikinn í kvöld gat hann bæt markamet Thierry Henry. Þessum fyrrum franski framherji deildarinnar var einu marki á undan Aguero fyrir leikinn í dag en Aguero gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk til að gulltryggja metið.

Aguero er núna með 177 mörk. Hann er 83 mörkum á eftir Alan Shearer sem er markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi en hann náði samt að taka eitt met af Shearer í kvöld.

Aguero hefur núna skorað flestar þrennur í deildinni eða tólf talsins. Shearer gerði ellefu á ferlinum.

„Ég er svo ánægður með þetta met en ég vil þakka liðsfélögum mínum kærlega fyrir því þeir hjálpa mér. Ég er svo ótrúlega ánægður og vil halda áfram að skora mörk en til þess þarf ég að stóla á liðsfélagana," sagði Aguero.

„Ég mun reyna að bæta met Alan Shearer en hann hefur skorað svo mörg mörk þannig ég veit það ekki. Ég mun samt reyna," sagði Aguero í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner