Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. janúar 2021 10:40
Elvar Geir Magnússon
Áætlun Real Madrid miðar að því að kaupa Mbappe í sumar
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid.
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Langtímaáætlun Real Madrid um að krækja í Kylian Mbappe frá Paris Saint-Germain miðar að því að fá franska landsliðsmanninn í sumar.

Samningur Mbappe við PSG rennur út sumarið 2022 og næsta sumar, þegar ár verður eftir af samningnum, stendur leikmaðurinn á krossgötum.

Spænsku risarnir telja að kaupverðið gæti verið frá 135 - 200 milljónir punda en PSG gæti viljað fá peninginn til baka sem félagið notaði til að kaupa Neymar frá Barcelona árið 2017.

Þar sem Mbappe verður eldri en 23 ára þegar samningur hans við Parísarliðið rennur út gæti hann því byrjað að ræða við önnur félög frá og með janúar á næsta ári.

Æðstu menn Real eru sannfærðir um að Mbappe vilji fara til Spánar. Florentino Perez, forseti Real, þekkir katörsku eigendur PSG mjög vel.

En stærsta spurningin snýr að fjárhagsmálunum en Real Madrid hefur orðið illa fyrir barðinu á heimsfaraldrinum. Félagið þarf að selja leikmenn til að eiga efni á Mbappe.

Félagið hefur lengi reynt að losa sig við Gareth Bale en spurning er hvort Tottenham vilji halda honum eftir meiðslavandræði hans á þessu tímabili hingað til. Isco hefur verið orðaður við Arsenal og Dani Ceballos er á láni hjá Arsenal annað tímabilið í röð. Þá gætu Luka Jovic, Brahim Diaz og Marcelo allir yfirgefið Madríd.

Mbappe er heimsmeistari með franska landsliðinu en hann hefur skorað 17 mörk í 25 leikjum fyrir land og lið á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner