Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 12. janúar 2025 15:14
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Tottenham í vandræðum með utandeildarlið
Tottenham Hotspur er komið áfram í 4. umferð enska bikarsins eftir að hafa unnuð utandeildarlið Tamworth, 3-0, eftir framlengdan leik á Lamb Ground-vellinum í Tamworth í dag.

Utandeildarliðið kom vel skipulagt til leiks og þó svo Ange Postecoglou hafi stillt upp gríðarlega sterku liði tókst því engan veginn að brjóta Tamworth á bak aftur.

Jaz Singh, markvörður Tamworth, varði nokkrum sinnum mjög vel, þar á meðal eitt skot fyrir utan teig frá James Maddison.

Undir lok venjulegs leiktíma gat Tamworth unnið leikinn og komist í sögubækurnar.

Boltinn datt fyrir Jordan Cullinane-Liburd sem fékk frábært tækifæri til að skora en Antonin Kinsky varði skot hans. Tottenham stálheppið að detta ekki út.

Í framlengingunni náði Tottenham að klára dæmið og það eftir að þeir Heung-Min Son, Dejan Kulusveski og Djed Spence komu inn af bekknum.

Leikmenn Tamworth voru bersýnilega þreyttir, enda er þetta aðeins hlutastarf hjá þeim. Þeir æfa þrisvar í viku, en náðu samt að halda Tottenham í skefjum stærstan hluta leiksins.

Síðasta sem Tottenham vildi er að fara með leikinn í vítaspyrnukeppni og var engin þörf á því þar sem liðið náði að gera þrjú mörk í framlengingunni.

Nathan Tshikuna setti boltann í eigið net eftir fyrirgjöf Brennan Johnson. Ótrúleg óheppni og Tamworth undir þegar farið var inn í síðari hálfleik framlengingarinnar.

Í kjölfarið hvarf allur vindur úr liði Tamworth, Dejan Kulusevski og Brennan Johnson bættu við tveimur mörkum og gulltryggði sigur Tottenham.

Tottenham er komið áfram í 4. umferð ásamt Doncaster Rovers sem vann óvænt gegn B-deildarliði Hull City eftir vítaspyrnukeppni.

Hull City 1 - 1 Doncaster Rovers (4-5 eftir vítakeppni)
0-1 Luke Molyneux ('51 )
1-1 Gustavo Puerta ('80 )

Tamworth 0 - 3 Tottenham
0-1 Nathan Tshikuna ('101 , sjálfsmark)
0-2 Dejan Kulusevski ('107 )
0-3 Brennan Johnson ('118 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner