mið 12. febrúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Casillas vill verða forseti spænska sambandsins
Mynd: Getty Images
Iker Casillas, fyrrum markvörður spænska landsliðsins, er að íhuga að bjóða sig fram sem forseti spænska knattspyrnusambandsins.

Hinn 38 ára gamli Casillas fékk hjartaáfall á æfingu hjá Porto í maí síðastliðnum og hefur ekki spilað fóbolta síðan þá.

Casillas íhugar nú sterklega að bjóða sig fram sem forseti knattspyrnusambandsins gegn sitjandi forseta Luis Rubiales. Líklegt er að kosningar fari fram í haust.

Casillas hefur fundað mikið að undanförnu og kannað hvaða stuðning hann myndi fá ef hann ákveður að bjóða sig fram.

Casillas ku meðal annars vera með stuðning frá Javier Teba, forseta La Liga, sem og forseta leikmannasamtakanna á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner