Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   mán 12. febrúar 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ein sú besta að skipta um Íslendingafélag í Þýskalandi
Lena Oberdorf.
Lena Oberdorf.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það berast nú stór tíðindi úr þýska kvennaboltanum því Lena Oberdorf er mögulega að skipta frá Wolfsburg til Bayern München.

Um er að ræða eina bestu fótboltakonu í heimi en Oberdorf, sem spilar sem miðjumaður, er algjör lykilmaður fyrir bæði Wolfsburg og þýska landsliðið.

Soccerdonna, sem fjallar alfarið um kvennaboltann, segir í umfjöllun sinni að Oberdorf sé við það að skrifa undir hjá Bayern, sem er helsti keppinautur Wolfsburg í Þýskalandi.

Hún á eitt ár eftir af samningi sínum af Wolfsburg og er hún að hugsa sér til hreyfings.

Oberdorf, sem er 22 ára gömul, er einnig orðuð við Chelsea.

Hjá Wolfsburg hefur Oberdorf spilað með Sveindísi Jane Jónsdóttur en ef hún fer yfir til Bayern, þá verður hún liðsfélagi þriggja íslenskra leikmanna: Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, Glódísi Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Sú síðastnefnda er núna á láni hjá Bayer Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner