Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mán 12. febrúar 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað ef Alonso er ekki tilbúinn að taka við Liverpool?
Xabi Alonso.
Xabi Alonso.
Mynd: EPA
Xabi Alonso er sá stjóri sem stuðningsmenn Liverpool vilja helst fá til að taka við af Jurgen Klopp í sumar. Klopp hefur tilkynnt að hann muni hætta með liðið eftir tímabilið.

Alonso var í uppáhaldi stuðningsmanna sem leikmaður Liverpool og skoraði í sigri liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005. Stjóraferill hans fer vel af stað og Bayer Leverkusen er á toppi þýsku Bundesligunnar og í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Í skoðanakönnun sem var á forsíðu Fótbolta.net, og um 8.500 manns tóku þátt í, sögðu 65% að Alonso væri besti kosturinn fyrir Liverpool.

En Alonso er að standa sig gríðarlega vel í spennandi verkefni í Þýskalandi. Það gæti reynst erfitt að ná í hann frá Leverkusen og segist Simon Rolfes, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, góðar líkur á því að Alonso stýri liðinu áfram. „Ein ástæðan er samningurinn. Önnur ástæða er að honum líður mjög vel. Hann er með gott lið hérna og við verðum áfram með frábært lið á næsta tímabili," segir Rolfes.

Ef Alonso vinnur þýsku úrvalsdeildina með Leverkusen, þá gæti hann freistast til að vera áfram en hann er samningsbundinn félaginu til 2026. En hvað gerir Liverpool ef Alonso er ekki fáanlegur í sumar.

Mirror tók saman fimm aðra kosti sem gætu tekið við starfinu af Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner