Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 12. mars 2018 09:36
Magnús Már Einarsson
Gylfi með sködduð eða slitin liðbönd - Skýrist í dag
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Everton, fer til séfræðings í dag en þá kemur í ljós hversu lengi hann verður frá keppni.

Gylfi meiddist í fyrri hálfleik 2-0 sigri Everton á Brighton um helgina. Gylfi kláraði leikinn en nú liggur fyrir að meiðslin eru alvarleg.

Ljóst er að liðbönd í utanverðu hægra hné Gylfa eru mjög sködduð eða jafnvel slitin. Þetta staðfesti Ólafur Már Sigurðsson bróðir Gylfa í samtali við Fótbolta.net.

Ef liðböndin eru sködduð er oftast reiknað með tveggja til þriggja mánaða fjarveru. Þá er Gylfi kominn í kapphlaup við tímann til að verða klár fyrir HM.

Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik á HM þann 16. júní. Rúmar þrettán vikur eru í þann leik eða 96 dagar.

Ef liðböndin eru slitin er ólíklegt að Gylfi spili á HM. Í allra besta falli yrði Gylfi þá frá í þrjá mánuði en í versta falli þyrfti hann að fara í aðgerð sem þýðir sex til níu mánaða fjarvera.

Smelltu hér til að sjá Gylfa meiðast í leiknum um helgina
Athugasemdir
banner
banner