Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 12. mars 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Man Utd heimsækir Linz
Mynd: Getty Images
Það fara sex leikir fram í Evrópudeildinni í kvöld af þeim átta sem voru á dagskrá. UEFA hefur ákveðið að fresta tveimur af eftirvæntustu leikjum 16-liða úrslitanna vegna kóróna veirunnar.

Sevilla og Roma munu ekki mætast frekar en Inter og Getafe, en allt lið Inter er í sóttkví eftir að Daniele Rugani, varnarmaður Juventus, greindist með kóróna veiruna. Rugani var í hópi Juve sem hafði betur gegn Inter síðasta sunnudag.

Kaupmannahöfn heimsækir Basaksehir til Istanbúl á meðan Manchester United á útileik gegn LASK Linz í Austurríki.

Rauðu djöflarnir hafa verið að spila vel frá komu Bruno Fernandes til félagsins og verður áhugavert að fylgjast með lærisveinum Ole Gunnar Solskjær á eftir.

Wolves heimsækir Olympiakos til Grikklands þar sem spilað verður fyrir luktum dyrum. Forseti Olympiakos greindist með kóróna veiruna en allir leikmenn og starfsmenn félagsins komu út neikvæðir þegar þeir voru prófaðir fyrir veirunni.

Úlfarnir vildu fresta leiknum en UEFA hafnaði beiðni félagsins.

Lærisveinar Steven Gerrard eiga þá stórt verkefni fyrir höndum sér þegar Bayer Leverkusen kíkir í heimsókn frá Þýskalandi.

Leikir dagsins:
17:55 Basaksehir - FC Kobenhavn (Stöð 2 Sport 3)
17:55 Sevilla - Roma FRESTAÐ
17:55 Frankfurt - Basel
17:55 LASK Linz - Man Utd (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Olympiakos - Wolves (Stöð 2 Sport 3)
20:00 Rangers - Leverkusen
20:00 Wolfsburg - Shakhtar Donetsk
20:00 Inter - Getafe FRESTAÐ
Athugasemdir
banner
banner
banner