Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. mars 2020 21:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Njarðvík jafnaði undir lokin gegn Víði
Ari Már Andrésson skoraði jöfnunarmark Njarðvíkur undir lokin.
Ari Már Andrésson skoraði jöfnunarmark Njarðvíkur undir lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík 3-3 Víðir Garði
1-0 Kenneth Hogg ('9 )
1-1 Hólmar Örn Rúnarsson ('24 )
1-2 Hólmar Örn Rúnarsson ('28 )
2-2 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('31 )
2-3 Guðmundur Marínó Jónsson ('37 )
3-3 Ari Már Andrésson ('90 )

Njarðvík mætti Víði í B-deilda Lengjubikarsins, leikið var í Reykjaneshöllini og eru liðin í riðli 1. Njarðvík var með sex stig eftir fyrstu tvo leiki sína á meðan Víðir var með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki sína.

Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir snemma leiks en Hólmar Örn Rúnarsson skoraði tvö mörk með skömmu millibili um stundarfjórðungi síðar.

Atli Freyr jafnaði í 2-2 skömmu síðar en Guðmundur Marinó sá til þess að Víðir leiddi í hálfleik. Jöfnunarmark leiksins kom á lokamínútu venjulegs leiktíma og það skoraði Ari Már Andrésson fyrir Njarðvík.

Lokatölur 3-3 og eru liðin í 2. og 3. sæti riðilsins. Næsti leikur Njarðvíkur er settur á þriðjudag og næsti leikur Víðis eftir rúma viku, laugardaginn 21. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner