Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 12. apríl 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham bannar áhorfendur fyrir að standa of lengi
Tottenham langt frá því að vera eina félagið sem setur áhorfendur í bann fyrir að standa of mikið.
Tottenham langt frá því að vera eina félagið sem setur áhorfendur í bann fyrir að standa of mikið.
Mynd: Getty Images
Tottenham Hotspur er búið að gefa út tilkynningu sem segir að félagið sé búið að setja nokkra stuðningsmenn í bann frá nýja leikvanginum fyrir að standa of mikið á heimaleikjum liðsins.

Þeir sem standa of mikið skerða gæði annarra áhorfenda sem vilja horfa á leikinn sitjandi.

„Þriðjudagskvöldið var æðislegt og stuðningsmenn okkar spiluðu stóran þátt í frábærum sigri í fyrri leik 8-liða úrslita Meistaradeildarinnar gegn Manchester City," stendur í bréfi sem Tottenham sendi á stuðningsmenn.

„Það er þó mikilvægt að allir áhorfendur geti horft á leikinn og notið hans. Við skiljum að áhorfendur standi upp á mikilvægum stundum þegar leikur er í gangi en það má ekki gera allan leikinn.

„Að standa allan leikinn og hlusta ekki á beiðnir vallarstarfsmanna og annarra áhorfenda um að setjast niður er óásættanlegt. Þar af leiðandi hafa nokkrir stuðningsmenn verið settir í tímabundið bann frá því að mæta á völlinn."


Tottenham vann leikinn 1-0 gegn Manchester City með marki frá Son Heung-min.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner