Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 12. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Falcao fékk slæmt höfuðhögg á æfingu
Falcao eltir Marco Verratti í leik gegn Paris Saint-Germain.
Falcao eltir Marco Verratti í leik gegn Paris Saint-Germain.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Falcao varð fyrir slæmum meiðslum á æfingu með tyrkneska félaginu Galatasaray í síðustu viku.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

Falcao varð fyrir höfuðmeiðslum er hann lenti í samstuði við liðsfélaga sinn. Hann fór á spítala í rannsóknir og það kom í ljós að hann er með brotið bein í andlitinu.

Það er ekki vitað hversu lengi þessi 35 ára gamli kólumbíski sóknarmaður verður frá.

Falcao er fyrrum sóknarmaður Chelsea og Manchester United en hann gerði ekki miklar rósir í enska boltanum. Honum gekk mun betur með Porto, Atletico Madrid og Mónakó. Hann hefur spilað með Galatasaray frá 2019 og er hann búinn að skora átta mörk í 14 deildarleikjum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner