Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 12. apríl 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sextán ára Mastantuono kostar 45 milljónir evra
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknartengiliðurinn Franco Mastantuono er eftirsóttur af stærstu félagsliðum Evrópu en hann þykir gríðarlega mikið efni.

Mastantuono er aðeins 16 ára gamall en hefur þegar verið orðaður við Real Madrid, Barcelona, PSG og Manchester City meðal annars.

River Plate vill ekki missa táninginn frá sér fyrir lítinn pening og gerði því samning við hann í vor sem gildir út desember 2026, eða í rúmlega tvö og hálft ár í viðbót. Í samningnum er söluákvæði sem hljóðar upp á 45 milljónir evra, en mun hækka upp í 50 milljónir á síðustu viku félagsskiptaglugga sumarsins.

Það er því ljóst að evrópsku stórveldin þurfa að greiða væna summu til að klófesta þennan bráðefnilega táning sem var í U17 landsliði Argentínu sem endaði í fjórða sæti á HM í vetur.
Athugasemdir
banner
banner