Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Spennandi slagir í Bestu og Mjólkurbikar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum um helgina þar sem keppnistímabilið er farið í gang í efstu deild karla en neðri deildirnar og kvennaboltinn eru ekki farin af stað.

Fjörið hefst strax í kvöld þegar fimm leikir eru á dagskrá í Mjólkurbikarnum á meðan Stjarnan spilar afar spennandi leik við KR í 2. umferð Bestu deildarinnar.

Breiðablik og KA eiga svo heimaleiki í Bestu deildinni á morgun, þar sem Blikar fá Vestra í heimsókn á meðan KA tekur á móti FH.

Þá eru Lengjudeildarslagir í bikarnum á morgun þar sem Leiknir R. og Afturelding eigast við í stórleik, en bæði lið tóku þátt í umspili Lengjudeildarinnar um sæti í efstu deild í fyrra. Grótta og Njarðvík eigast einnig við og þá mæta félög á borð við Fjölni, ÍBV og Þrótt R. til leiks en eiga leiki við lið úr neðri deildum.

Í kvennaboltanum eigast Haukar og KR við í úrslitaleik C-deildar Lengjubikarsins, eftir góða sigra gegn ÍH og Fjölni í undanúrslitum.

Það eru tveir leikir á dagskrá í Bestu deildinni á sunnudaginn ásamt bikarleikjum og Lengjubikar kvenna. Þór mætir til leiks í bikarnum og spilar heimaleik við KFA í Boganum.

Að lokum eiga Íslands- og bikarmeistarar Víkings R. útileik við Fram í Bestu deildinni á mánudagskvöldið.

Föstudagur:
Besta-deild karla
19:15 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)

Mjólkurbikar karla
18:00 Dalvík/Reynir-KF (Dalvíkurvöllur)
19:15 Selfoss-Kári (JÁVERK-völlurinn)
19:15 Hvíti riddarinn-Grindavík (Malbikstöðin að Varmá)
20:15 Hafnir-Úlfarnir (Nettóhöllin-gervigras)
20:30 ÍH-Ýmir (Skessan)

Lengjubikar kvenna - B-deild
20:00 Fram-FHL (Lambhagavöllurinn)

Laugardagur:
Besta-deild karla
14:00 Breiðablik-Vestri (Kópavogsvöllur)
15:00 KA-FH (Greifavöllurinn)

Mjólkurbikar karla
12:00 Tindastóll-Magni (Sauðárkróksvöllur)
13:00 Leiknir R.-Afturelding (Domusnovavöllurinn)
13:00 KÁ-RB (BIRTU völlurinn)
13:00 Árborg-Árbær (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Vængir Júpiters-Þróttur R. (Fjölnisvöllur - Gervigras)
14:00 Grótta-Njarðvík (Vivaldivöllurinn)
14:00 ÍBV-KFG (Hásteinsvöllur)
15:00 KH-Fjölnir (Valsvöllur)
15:30 KV-ÍR (KR-völlur)
16:00 Ægir-Haukar (JÁVERK-völlurinn)
16:00 Höttur/Huginn-Völsungur (Fellavöllur)

Lengjubikar kvenna - C-deild, úrslit
16:30 Haukar-KR (BIRTU völlurinn)

Sunnudagur:
Besta-deild karla
17:00 HK-ÍA (Kórinn)
19:15 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)

Mjólkurbikar karla
14:00 Augnablik-Kormákur/Hvöt (Fífan)
15:00 Þór-KFA (Boginn)
18:30 KFK-Víðir (Fagrilundur - gervigras)

Lengjubikar kvenna - B-deild
11:00 Grótta-HK (Vivaldivöllurinn)
12:00 ÍR-FHL (ÍR-völlur)

Mánudagur:
Besta-deild karla
19:15 Fram-Víkingur R. (Lambhagavöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner