Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 12. apríl 2024 10:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorsteinn Emil í Leikni (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Leiknir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Leiknir er að þétta raðirnar fyrir komandi átök í Lengjudeildinni því Þorsteinn Emil Jónsson er genginn í raðir félagsins. Hann skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2026.

Þorsteinn Emil er tvítugur miðjumaður sem kemur frá Val þar sem hann hafði verið frá árinu 2022. Samningur hans við Val átti að renna út í lok tímabilsins 2024.

Hann kom við sögu í fjórum leikjum með Val í Bestu deildinni síðasta sumar og í tveimur leikjum í Reykjavíkurmótinu í vetur. Hann var þá í byrjunarliðinu og skoraði mark í 4-1 sigri Vals gegn RB í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra.

Fyrr í vetur æfði hann með Fram. Hann er fjórði leikmaðurinn sem Leiknir fær í vetur. Leiknir mætir Aftureldingu á morgun í 64-liða úrsltitum Mjólkurbikarsins. Lengjudeildin fer svo af stað í byrjun maí.

Komnir
Aron Einarsson frá Selfossi
Arnór Daði Aðalsteinsson frá Fram
Sigurður Gunnar Jónsson á láni frá Stjörnunni
Þorsteinn Emil Jónsson frá Val

Farnir
Árni Elvar Árnason í Þór
Valgeir Árni Svansson í Aftureldingu
Daníel Finns Matthíasson í Stjörnuna (var á láni)
Indrit Hoti í Ými (var á láni frá Haukum)

Samningslausir
Brynjar Hlöðvers
Gísli Alexander Ágústsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner