Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. maí 2022 09:20
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Sjáðu mörkin úr Bestu deildinni í gær - Óskar Hrafn fagnaði af innlifun
Óskar Hrafn fagnaði með af innlifun með leikmönnum sínum. Fleiri myndir eru neðar í fréttinni.
Óskar Hrafn fagnaði með af innlifun með leikmönnum sínum. Fleiri myndir eru neðar í fréttinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson fagnaði af innlifun með leikmönnum sínum eftir að Breiðablik vann 3-2 sigur gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Blikar eru með fullt hús eftir fimm leiki.

Dagur Dan Þórhallsson og Jason Daði Svanþórsson komu Blikum tveimur mörkum yfir áður en hinn 18 ára gamli Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði beint úr horni. Emil Atlason jafnaði í 2-2 en Viktor Örn Margeirsson skoraði sigurmarkið eftir horn.

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir Val sem vann 4-0 sigur gegn ÍA og er enn ósigrað. Patrick Pedersen og Guðmundur Andri Tryggvason skoruðu einnig.

Ægir Jarl Jónasson kom KR yfir gegn ÍBV í Vestmannaeyjum en Kristinn Jónsson skoraði svo sjálfsmark og jafnaði 1-1. En Kennie Chopart reyndist hetjan og skoraði sigurmarkið.

KA er einnig ósigrað en liðið vann 1-0 sigur gegn FH á Dalvík þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma.

Öll mörk gærdagsins hafa verið birt á Vísi og má sjá þau hér að neðan.








Athugasemdir
banner