
Það var mikið húllumhæ í Grindavík í dag þegar heimamenn spiluðu á Stakkavíkurvelli þar sem Fjölnir kom í heimsókn. Þetta var fyrsti íþróttaleikurinn sem fer fram í Grindavík í 18 mánuði.
Þetta byrjaði ekki vel fyrir Grindvík þar sem Rafael Máni Þrastarson kom Fjölni yfir eftir aðeins 25 sekúndna leik þegar hann skallaði boltann í netið.
Grindavík var ekki lengi að jafna metin. Ármann Ingi Finnbogason fór illa með varnarmenn Fjölnis og skoraði með góðu skoti.
Rafael Máni var aftur á ferðinni stuttu síðar og endurheimti forystu FJölnis. Grindavík jafnaði metin snemma í seinni hálfleik og Adam Árni Róbertsson kom Grindavík yfir þegar hann skoraði eftir laglega skyndisókn. Hilmar Elís Hilmarsson, leikmaður FJölnis, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.
Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Árni Steinn Sigursteinsson skot sem Matias Niemela varði út í teiginn. Kristófer Dagur Arnarsson var fyrstur að átta sig og náði frákastinu, skoraði og tryggði FJölni stig.
Njarðvík er komið á toppinn eftir öruggan sigur á nýliðum Völsungs í dag.
Amin Cosic kom Njarðvík yfir snemmma leiks þegar hann skallaði boltann í netið. Stuttu síðar bætti Dominik Radic við öðru markinu eftir fyrirgjöf frá Oumar Diouck.
Þeir skiptu svo um hlutverk undir lok fyrri hálfleiks þegar Oumar Diouck skoraði eftir undirbúniing Radic.
Diouck var svo aftur á ferðinni þegar hann vippaði yfir Ívar Arnbro í marki Völsungs og skoraði fjórða mark Njarðvíkinga. Arnar Pálmi Kristjánsson klóraði í bakkann fyrir Völsung stuttu síðar.
Bjarki Baldvinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að brjóta á Aroni Snæ Friðrikssyni í marki Njarðvíkur. Diouck skaut í slá úr vítaspyrnu í uppbótatíma en stuttu síðar skoraði Símon Logi Thasaphong og innsiglaði sigur Njarðvíkur.
Grindavík 3 - 3 Fjölnir
0-1 Rafael Máni Þrastarson ('1 )
1-1 Ármann Ingi Finnbogason ('9 )
1-2 Rafael Máni Þrastarson ('13 )
2-2 Adam Árni Róbertsson ('52 )
3-2 Adam Árni Róbertsson ('65 )
3-3 Kristófer Dagur Arnarsson ('96 )
Rautt spjald: Hilmar Elís Hilmarsson, Fjölnir ('87) Lestu um leikinn
Njarðvík 5 - 1 Völsungur
1-0 Amin Cosic ('7 )
2-0 Dominik Radic ('14 )
3-0 Oumar Diouck ('45 )
4-0 Oumar Diouck ('67 )
4-1 Arnar Pálmi Kristjánsson ('71 )
4-1 Oumar Diouck ('91 , misnotað víti)
5-1 Símon Logi Thasaphong ('93 )
Rautt spjald: Bjarki Baldvinsson , Völsungur ('75) Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 2 | 1 | 1 | 0 | 6 - 2 | +4 | 4 |
2. Þór | 2 | 1 | 1 | 0 | 5 - 2 | +3 | 4 |
3. Fylkir | 2 | 1 | 1 | 0 | 3 - 1 | +2 | 4 |
4. ÍR | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
5. Þróttur R. | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
6. Keflavík | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 - 2 | +1 | 3 |
7. Selfoss | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 3 | -1 | 3 |
8. HK | 2 | 0 | 2 | 0 | 2 - 2 | 0 | 2 |
9. Grindavík | 2 | 0 | 1 | 1 | 4 - 5 | -1 | 1 |
10. Fjölnir | 2 | 0 | 1 | 1 | 4 - 6 | -2 | 1 |
11. Leiknir R. | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 - 5 | -3 | 1 |
12. Völsungur | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 6 | -5 | 0 |
Athugasemdir