Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 19:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Watkins bætti markamet Aston Villa - „Hafði augun á þessu þegar ég kom"
Mynd: EPA
Ollie Watkins var hetja Aston Villa þegar liðið lagði Bournemouth í dag.

Þetta var 75. mark hans fyrir félagið og er hann orðinn markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi. Hann bætti met Gabriel Agbonlahor.

„Þetta var risastórt fyrir okkur. Það eru örg lið sem eru í Meistaradeildarbaráttunni og þetta verður slagur allt til enda. Að bæta þetta met er risastórt og eitthvað sem ég hafði augun á þegar ég kom hingað. Ég sagði það í mínu fyrsta viðtali og þetta er frábært afrek fyrir mig," sagði Watkins.

Aston Villa er í 6. sæti með 63 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið er með jafn mörg stig og Chelsea og Newcastle sem mætast á morgun.
Athugasemdir
banner
banner