Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 21:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Valur rúllaði yfir ÍA - Langþráður sigur Stjörnunnar
Patrick Pedersen
Patrick Pedersen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason
Emil Atlason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var markaveisla þegar Valur fékk ÍA í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Eftir tap liðsins gegn FH í síðustu umferð komu Valsarar sterkir til leiks í kvöld.

Lúkas Logi Heimisson kom Val yfir eftir stundafjórðung eftir undirbúning Birkis Heimissonar. Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti öðru markinu við strax í upphafi seinni hálfleiks eftir stungusendingu frá Patrick Pedersen.

Patrick var svo á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Birki Heimissyni. Eftir klukkutíma leik bætti Patrick við sínu öðru marki og fjórða marki Vals.

Lúkas Logi bætti síðan öðru marki sínu við og fimmta marki Vals áður en Tryggvi Hrafn negldi síðasta naglann í kistu ÍA eftir sendingu frá Lúkasi.

ÍA skoraði sárabótamark þegar Viktor Jónsson klikkaði á víti en fylgdi á eftir og skoraði.

Stjarnan vann langþráðan sigur þegar liðið lagði Fram á Samsungvellinium. Stjarnan hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins.

Emil Atlason kom Stjörnunni yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Benedikt Waren.

Það var svo Örvar Eggertsson sem innsiglaði sigurinn með laglegu marki undir lok leiksins. Hann fékk boltann inn á teignum og sneri honum í fjærhornið. Kærkominn sigur fyrir Stjörnuna.

Valur 6 - 1 ÍA
1-0 Lúkas Logi Heimisson ('15 )
2-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('46 )
3-0 Patrick Pedersen ('48 )
4-0 Patrick Pedersen ('57 )
5-0 Lúkas Logi Heimisson ('70 )
6-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('74 )
6-1 Viktor Jónsson ('83 )
Lestu um leikinn

Stjarnan 2 - 0 Fram
1-0 Emil Atlason ('41 )
2-0 Örvar Eggertsson ('87 )
Lestu um leikinn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Vestri 6 4 1 1 8 - 2 +6 13
2.    KR 6 2 4 0 19 - 11 +8 10
3.    Víkingur R. 5 3 1 1 10 - 4 +6 10
4.    Breiðablik 5 3 1 1 10 - 8 +2 10
5.    Valur 6 2 3 1 14 - 10 +4 9
6.    Stjarnan 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
7.    Afturelding 6 2 1 3 4 - 7 -3 7
8.    ÍBV 6 2 1 3 7 - 11 -4 7
9.    Fram 6 2 0 4 10 - 11 -1 6
10.    ÍA 6 2 0 4 6 - 15 -9 6
11.    FH 5 1 1 3 8 - 8 0 4
12.    KA 5 1 1 3 6 - 14 -8 4
Athugasemdir
banner