Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Sörloth með þrennu á fjórum mínútum
Mynd: EPA
Alexander Sörloth fór hamförum þegar Atletico Madrid vann öruggan sigur á Real Sociedad í spænsku deildinni í kvöld.

Hann kom liðinu yfir eftir sjö mínútna leik og bætti öðru markinu við aðeins þremur mínútum síðar. Strax í kjölfarið kom þriðja markið, þrenna á fjórum mínútum.

Þetta er fljótasta þrenna í sögu deildarinnar en hann bætti met sem hafði staðið frá árinu 1941. Fjórða markið var síðan komið eftir hálftíma leik og úrslitin ráðin.

Orri Steinn Óskarsson var ekki með Sociedad en hann er meiddur út tímabilið.

Atletico er í 3. sæti með 70 stig, níu stigum á eftir toppliði Barcelona þegar liðið á þrjá leiki eftir. Barceleona á leik til góða gegn Real Madrid á morgun. Sociedad er í 12. sæti með 43 stig, fjórum stigum frá Evrópusæti.

Atletico Madrid 4 - 0 Real Sociedad
1-0 Alexander Sorloth ('7 )
2-0 Alexander Sorloth ('10 )
3-0 Alexander Sorloth ('11 )
4-0 Alexander Sorloth ('30 )

Girona 0 - 1 Villarreal
0-1 Karl Etta Eyong ('89 )

Mallorca 2 - 1 Valladolid
0-1 Chuki ('11 )
1-1 Omar Mascarell ('28 )
2-1 Sergi Darder ('49 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
11 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner
banner