banner
   fös 12. júní 2020 14:23
Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg í Fylki (Staðfest)
Arnór Borg í æfingaleik með Fylki gegn Val fyrir viku.
Arnór Borg í æfingaleik með Fylki gegn Val fyrir viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen hefur rift samningi sínum við Swansea og er búinn að semja við Fylki.

Þetta staðfesti hann við Fótbolta.net.

Verið er að vinna í því að hann fái keppnisleyfi með Árbæingum þegar þeir mæta Stjörnunni í Garðabæ í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar en óvíst er hvort það náist.

Arnór Borg er nítján ára gamall og hefur æft og leikið með Fylkismönnum upp á síðkastið.

Arnór Guðjohnsen er faðir hans.

Fylki er spáð 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner