Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 12. júní 2021 20:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Gríðarlega hörð barátta í D-riðlinum
Vængir unnu sigur á Samherjum.
Vængir unnu sigur á Samherjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hún er gríðarlega hörð baráttan á toppnum í D-riðli 4. deildar karla. Það fóru tveir leikir fram í D-riðlinum í dag.

Kormákur/Hvöt lagði KB, 3-1, og Vængir Júpiters höfðu betur gegn Samherjum, 4-1.

Léttir er á toppi riðilsins eftir fimm leiki með 13 stig. Svo koma Kormákur/Hvöt og Vængir bæði með 12 stig. Hvíti riddarinn er svo með tíu stig, en öll liðin eru búin að spila fimm leiki. Gríðarlega hörð barátta og verður fróðlegt að sjá hvaða lið taka tvö efstu sætin þarna þegar upp er staðið.

Það var einnig spilað í B-riðli og þar skildu Smári og Uppsveitir jöfn, 1-1. Heimamenn spiluðu einum færri í rúman hálftíma en náðu að halda út. Smári er með fimm stig í sjötta sæti og Uppsveitir með fjögur stig í sjöunda sæti.

Smári 1 - 1 Uppsveitir
0-1 Máni Snær Benediktsson ('28)
1-1 Elís Maron Hannesson ('47)
Rautt spjald: Einar Fannar Valsson, Smári (59)

Kormákur/Hvöt 3 - 1 KB
1-0 George Razvan Chariton ('13)
2-0 Ingvi Rafn Ingvarsson ('23, víti)
3-0 Akil Rondel Dexter De Freitas ('30, víti)
3-1 Eyþór Guðmundsson ('71)

Vængir Júpiters 4 - 1 Samherjar
0-1 Halldór Atlason ('60)
1-1 Aron Fannar Hreinsson ('64)
2-1 Victor Gauti Wium Jóhannsson ('69)
3-1 Sindri Snær Eyjólfsson ('83)
4-1 Sindri Snær Eyjólfsson ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner