Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 12. júní 2021 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Afskaplega þægilegt hjá Belgíu í lokin á erfiðum degi
Mynd: EPA
Belgía 3 - 0 Rússland
1-0 Romelu Lukaku ('10 )
2-0 Thomas Meunier ('34 )
3-0 Romelu Lukaku ('88 )

Þetta er búið að vera erfiður dagur á Evrópumótinu.

Í síðasta leik dagsins á mótinu vann Belgía gríðarlega þægilegan sigur á Rússlandi, í Rússlandi.

Romelu Lukaku átti frábært tímabil Inter sem varð Ítalíumeistari. Hann er áfram í fantaformi og hann skoraði fyrsta mark leiksins í dag eftir tíu mínútur. Hann tileinkaði liðsfélaga sínum, Christian Eriksen, mark sitt.

Thomas Meunier bætti við öðru marki Belgíu fyrir leikhlé og gerði Lukaku svo þriðja markið áður en flautað var af.

Belgía var án Kevin de Bruyne í kvöld, en þeir áttu ekki í neinum vandræðum með Rússa.

Er þetta mótið sem Belgía vinnur loksins?

Önnur úrslit í dag:
EM: Jafnt hjá Wales og Sviss
EM: Leikur sem mun aldrei gleymast
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner