Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 12. júní 2021 19:59
Elvar Geir Magnússon
Matti Villa: Verðum að hysja upp um okkur brækurnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tapaði sínum þriðja leik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn Víkingum í Pepsi Max-deildinni í dag. FH-ingum gekk erfiðlega að skapa sér færi í Fossvoginum og uppskera liðsins á tímabilinu alls ekki eftir væntingum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Við erum vonsviknir, við byrjuðum frábærlega í fyrri hálfleik og spiluðum eins og við töluðum um. Eftir að þeir skora þá fá þeir þetta upp í sínar hendur og vinna verðskuldað finnst mér," sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, hreinskilinn eftir leik.

Hvað þarf FH að gera betur til að fara að safna stigum?

„Við þurfum að spila betur í 90 mínútur, við höfum oft spilað einhverja parta af leikjunum vel. Við þurfum að sækja betur og verjast betur, það er einfalda svarið. Þetta er ekki nægulega gott."

„Okkur öllum í FH finnst að við getum gert betur. Þetta var fyrsti leikur eftir þriggja vikna pásu hjá okkur og Janssen sprautu. Það er leiðinlegt að afsaka sig með því. Við þurfum bara að hysja upp okkur brækurnar."
Athugasemdir
banner