Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 12. júní 2021 20:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu sögulegt mark Finna - Danir ekki í sambandi
Mynd: EPA
Finnland spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti fyrra í dag. Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Dani að velli í leik sem mun líklega aldrei gleymast.

Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks og þurfti læknisaðstoð. Hann var fluttur á sjúkrahús og er líðan hans sem betur fer stöðug.

Liðin ákváðu að spila leikinn eftir nokkurra klukkustunda pásu, en staðan var 0-0 þegar loksins var flautað til hálfleiks.

Snemma í seinni hálfleiknum skoraði Joel Pohjanpalo fyrsta mark Finnlands á stórmóti. Kasper Schmeichel átti að gera betur í markinu, en auðvitað var líklega erfitt fyrir hann að einbeita sér eftir það sem átti sér stað fyrr í leiknum.

„Vanalega hefði Simon Kjær þrýst línunni strax upp, hann er mjög góður í því. Hann virðist algjörlega ótengdur. Þeir stíga ekki upp. Fyrirgjöfin kemur, Andreas Christiansen missir hann yfir sig og að sama skapi er þetta inn í markteig. Kasper fer oft út í þessa bolta og Joachim Mæhle, vinstri bakvörðurinn, missir manninn fram fyrir sig. Þeir eru engan veginn í sambandi," sagði Freyr Alexandersson, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari, á Stöð 2 Sport EM.

„Ég er ekki að taka neitt af Finnum, en það er bara ekkert eðlilegt við þessa framkvæmd í markinu hjá Dönum."

Það var skiljanlega mjög erfitt fyrir Dani að einbeita sér að leiknum eftir það sem gerðist undir lok fyrri hálfleiks.

Hægt er að sjá markið með því að hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner